Vilborgu miðar vel

Vilborg á ferð með sleða
Vilborg á ferð með sleða

Vilborgu Örnu Gissurardóttur miðar vel á fram á ferð sinni um Suðurpólinn. Hún hefur sinn fimmta göngudag í dag en hún hefur gengið við ágætis aðstæður fram til þessa, samkvæmt tilkynningu frá Lífi styrktarfélagi Kvennadeildar Landspítalans. Vilborg safnar í ferðinni áheitum fyrir Kvennadeildina.

Áætlað er að ferð Vilborgar frá Hercues Inlet á syðsta punkt jarðar taki um 50 daga og að á hverjum degi gangi hún um 22 km að meðaltali. Hún mun draga á eftir sér tvo sleða með nauðsynlegum búnaði til fararinnar sem vegur í byrjun um 100 kg.

Dagbók Vilborgar

Vilborg Arna
Vilborg Arna
mbl.is