Gunnar leiðir í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Bragi Sveinsson sést hér í pontu ásamt þeim Ásmundi …
Gunnar Bragi Sveinsson sést hér í pontu ásamt þeim Ásmundi Einari Daðasyni, Elsu Láru Arnardóttur og Jóhönnu M. Sigmundsdóttiur, sem skipa fjögur efstu sætin.

„Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Mér líst vel á þennan lista; það er mikil eindrægni um hann líka. Nýtt og ferskt fólk þarna í bland við reynslubolta, þannig að þetta getur ekki verið betra,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Hann segir að tillaga uppstillingarnefndar fyrir komandi Alþingiskosningar hafi verið samþykkt á aukakjördæmisþingi flokksins sem fram fór í Reykjum í Hrútafirði.

„Þetta var samþykkt einróma og engar athugasemdir við eitt eða neitt. Við förum bara út með hreint og gott umboð,“ segir Gunnar Bragi í samtali við mbl.is.

Listinn er eftirfarandi:

  1. Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Sauðárkróki
  2. Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og bóndi, Lambeyrum
  3. Elsa Lára Arnardóttir, kennari og varabæjarfulltrúi, Akranesi
  4. Jóhanna M. Sigmundsdóttir, búfræðingur og nemi, Látrum Mjóafirði
  5. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður, Stykkishólmi
  6. Anna María Elíasdóttir, fulltrúi, Hvammstanga
  7. Jón Árnason, skipstjóri, Patreksfirði
  8. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri, Drangsnesi
  9. Jenný Lind Egilsdóttir, snyrtifræðingur og varabæjarfulltrúi , Borgarnesi
  10. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og formaður byggðaráðs, Sauðárkróki
  11. Anna Lísa Hilmarsdóttir, bóndi, Sleggjulæk, Borgarfirði
  12. Svanlaug Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
  13. Klara Sveinbjörnsdóttir, nemi, Hvannatúni, Borgarfirði
  14. Magnús Pétursson, bóndi, Miðhúsum A-Húnavatnssýslu
  15. Gauti Geirsson, nemi, Ísafirði
  16. Magdalena Sigurðardóttir, húsmóðir og fyrrv. varaþingmaður, Ísafirði
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert