Höfuðlausn Ögmundar og Árna Þórs

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bjargaði pólitísku lífi sínu fyrir horn í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Hans höfuðlausn var flutt á mótmælafundi við bandaríska sendiráðið fyrir skömmu“, segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar var þess krafist, segir Óli Björn, að Bandaríkin beittu Ísrael þrýstingi vegna ófriðar á Gaza. Þrátt fyrir að Hamas-samtökin hefðu skotið flugskeytum á Ísrael var framferði Ísraela fordæmt og bandarísk stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir að styðja ríki gyðinga.

Þá segir varaþingmaðurinn m.a. í grein sinni: „Líkt og Ögmundur átti Árni Þór undir högg að sækja forvali VG en af ólíkum ástæðum. Margir flokksfélagar gruna Árna Þór um græsku vegna tvískinnungs í afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Með því að „fordæma framferði Ísraela og gagnrýna Bandaríkjastjórn hispurslaust fyrir linnulausan og að því er virðist skilyrðislausan stuðning í verki við ólögmætar og ofbeldisfullar aðgerðir Ísraela," tryggði Árni Þór stöðu sína í forvali VG í Reykjavík“.

Lokaorð Óla Björns eru þessi: „En barátta fyrir mannréttindum, friði og frelsi, verður aldrei trúverðug þegar tvískinnungur vinstrimanna ræður för. Það sem meira er; hún mun litlum árangri skila, öðrum en þeim að nýtast sem pólitísk höfuðlausn nokkrum dögum fyrir val á framboðslista“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert