Hringvegurinn að mestu auður

mbl.is/Gúna

Hálka er víða á landinu en hins vegar er Hringvegurinn að mestu leyti auður samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á köflum á honum.

Þannig er hálka nokkuð víða á Suðurlandi og hliðstæða sögu er að segja af vegum á Vesturlandi. Flughált er hins vegar á Fróðárheiði.

Þá er hálka á velflestum vegum á Vestfjörðum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru opnar og einnig er fært norður í Árneshrepp.

Hálka er nánast á öllum vegum á Norðurlandi. Ennfremur er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi en greiðfært er frá Reyðarfirði suður í Öræfi. Þaðan er nokkur hálka vestur í Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina