Dómur þyngdur í barnsdrápsmáli

Frá aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mbl.is/Una

Hæstiréttur hefur staðfest sakfellingu yfir Agné Krataviciuté sem dæmd var í Héraðsdómi Reykjavíkur 28. mars sl. fyrir barnsdráp. Hún hlaut tveggja ára fangelsi í héraði en Hæstiréttur þyngdi dóminn um eitt ár. Farið var fram á 16 ára fangelsi.

Agné var dæmd fyrir að hafa fætt fullburða lifandi sveinbarn á einu baðherbergja Hótel Fróns, veitt barninu tvo skurðáverka á andliti með bitvopni og banað því síðan með því að þrengja að hálsi þess uns það lést af völdum kyrkingar.

Ríkissaksóknari fór fram á 16 ára fangelsi, sem er hámarksrefsing fyrir manndráp. Taldi hann skilyrði ekki fyrir hendi til að beita refsimildandi úrræðum.

Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur féllust hins vegar á varakröfu ríkissaksóknara, að 212. grein ætti við. Hún hljóðar svo: „Ef móðir deyðir barn sitt í fæðingunni eða undir eins og það er fætt, og ætla má, að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðinguna, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert