Samherji greiðir 370.000 kr. launauppbót

Vilhelm Þorsteinsson EA, frystitogari Samherja, hálffalinn í frostþoku á Akureyri.
Vilhelm Þorsteinsson EA, frystitogari Samherja, hálffalinn í frostþoku á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Starfsfólk Samherja fær greidda út 378 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 50 þúsund króna desemberuppbót. Í frétt á síðu fyrirtækisins segir að í maí hafi Samherji greitt aukalega 72 þúsund krónur í orlofsuppbót til starfsmanna. Fyrirtækið greiði því 450 þúsund á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu.

„Rekstur landvinnslu okkar gekk vel á árinu og starfsfólk hefur enn á ný skilað góðu verki,“ segir í skilaboðum frá Þorsteini Má Baldvinssyni og Kristjáni Vilhelmssyni á heimasíðu Samherja. Þeir segja jafnframt að ljóst sé að ástand á mörkuðum hafi þyngst verulega undanfarið og verð afurða sé undir miklum þrýstingi.

„Því miður hefur sjávarútvegurinn áfram þurft að eyða orku í deilur innanlands um atvinnugreinina, sem eru engum til framdráttar og er mál að linni. Við erum stoltir og glaðir að geta umbunað starfsfólki okkar með þessum hætti nú.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert