Í málaferli við eigendur sína vegna fasteignamats

Harpa.
Harpa. mbl.is/Júlíus

Einfaldara stjórnskipulag tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu tekur við í desember næstkomandi þegar Portus, móðurfélag Hörpu, Totus, fasteignafélag Hörpu, og Ago, rekstrarfélag Hörpu, verða sameinuð í eitt félag undir nafninu Harpa.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að félagið Austurhöfn verði lagt niður en það er einkafyrirtæki í eigu ríkis og borgar sem sett var á laggirnar til að láta byggja og koma í rekstur tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð á austurbakka Reykjavíkurhafnar.

Það varð ljóst í sumar að endurhugsa yrði fyrirkomulag og rekstur Hörpu þegar úttekt KPMG kom út. Í henni kemur fram að rekstrartap Hörpu á þessu ári verður 407 milljónir króna. Ein af meginástæðunum fyrir þessu tapi eru fasteignagjöldin, sem eru 337 m. kr. en áður hafði verið gert ráð fyrir að þau yrðu í mesta lagi 180 milljónir. Dómsmál er að hefjast til að fá úrskurði yfirfasteignamatsnefndar hnekkt.

Karl Axelsson, lögmaður á Lex lögmannsstofu, fer með mál Hörpu gegn Þjóðskrá og Reykjavíkurborg. Málið verður líklega þingfest fyrir jólahlé að sögn Karls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert