Deildar meiningar um deiliskipulag

Skýringarmynd af skipulagi nýs Landspítala.
Skýringarmynd af skipulagi nýs Landspítala. Landspítalinn

Deiliskipulag Landspítalans var samþykkt á aukafundi skipulagsráðs Reykjavíkur sem haldinn var í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni og segja að ekkert tillit hafi verið tekið til athugasemda borgarbúa. Fulltrúi meirihlutans segir þvert á móti að það hafi verið gert og vonast til að sátt náist um framkvæmdina.

„Fá mál hafa átt sér jafn langan aðdraganda eða jafn langan kynningarferil eins og þessi framkvæmd, enda kannski engin furða. Athugasemdirnar sem komu fram í kjölfar auglýsingar deiliskipulagsins eru innihaldslega þær sömu og komu fram á kynningarferlinu,“ segir Hjálmar Sveinsson, fulltrúi meirihlutans í skipulagsráði. 

„Það var komið til móts við þær að nokkru leyti. Það var til dæmis fallið frá upphaflegum áætlunum um að Barónsstígur færi yfir Einarsgarð og eins gerðu ríkið og borgin samkomulag um að ríkið afsalaði sér byggingarétti á  svokölluðum U-reit (þar sem Umferðarmiðstöðin er staðsett) en nágrannar höfðu haft nokkrar áhyggjur af uppbyggingu þar.“

Skiljanlegt að athugasemdir hafi borist

Að sögn Hjálmars var farið vandlega yfir athugasemdir um umferðarmál sem bárust á kynningarferlinu og gerðar ýmsar úttektir þar að lútandi. 

„Það er vel skiljanlegt að allar þessar athugasemdir hafi borist. Þær lúta einkum að þrennu, staðsetningu, byggingarmagni og umferðarmálum. Við teljum að það hafi verið sýnt fram á að staðsetningin sé skynsamleg, umferðarmálin ásættanleg og að byggingaraðilar hafi fært rök fyrir því byggingarmagni sem þeir telja nauðsynlegt.“

„Að auki er þetta allt komið inn á svokallaðan reit B, en var áður líka á reitum U og C. Nú er búið að þrengja verulega að því svæði sem til stóð að byggja á fyrir tveimur árum, þannig að það hefur heilmikið breyst að mínu mati,“ segir Hjálmar. 

Hann segir að öllum athugasemdum hafi verið svarað ýtarlega.

Óraunhæf uppbygging, segja Sjálfstæðismenn

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði eru á öðru máli. Í bókun þeirra segir að með afgreiðslunni í dag sé verið að glata einstöku tækifæri til að styrkja spítalastarfsemi á svæðinu með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fallast ekki á slíka óraunhæfa uppbyggingu sem mun verða óafturkræf,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna.

Fjármögnun óljós

Í bókun sinni benda fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að ekki liggi fyrir samkomulag við lífeyrissjóði um fjármögnun verkefnisins. Fjármögnun þurfi að hugsa upp á nýtt sem opinbera framkvæmd og breyta lögum vegna þess. „Skipulagsráð ætti því að nýta tímann til þess að skoða þetta mál betur í stað þess að boða til aukafundar í skipulagsráði og í borgarstjórn til þess að klára málið á miklu meiri hraða en talist getur eðlilegt,“ segir í bókuninni.

Hjálmar segir fjármögnun framkvæmdanna vera mál ríkisstjórnarinnar.

En hvað með fjármögnun? „Hún kemur okkur í rauninni ekkert við. Við erum ekki að byggja spítalann, við erum eingöngu að afgreiða deiliskipulag. Stundum virkar þetta eins og borgin byggi spítalann, en það er alls ekki þannig,“ segir Hjálmar.

Segir ósamkomulag enga fyrirstöðu

Ekki hefur náðst samstaða um svæðisskipulagið. Hvaða áhrif hefur það á framkvæmdina? „Svæðisskipulagsvinnan strandar á Kjós. En við teljum að það stöðvi ekki skipulagsráð í því að samþykkja þessar tillögur. En borgarráð verður að taka fyrir hvað það þýðir þegar eitt sveitarfélag neitar að skrifa undir breytingu á svæðisskipulagi,“ segir Hjálmar.

Hann segist gera ráð fyrir að skipulagið fari fyrir borgarráð næstkomandi fimmtudag og fyrir borgarstjórn í næstu viku.

Frétt mbl.is: Um 300 athugasemdir hafa borist

Hjálmar Sveinsson.
Hjálmar Sveinsson. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Samherji keypti í Eimskip

18:05 Samherji hf. hefur keypt 25,3% af hlutafé í Eimskipafélagi Íslands hf. af fjárfestingarfélaginu The Yucaipa Comp­any og nemur söluverðmætið 11,1 milljarði króna. Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf. er skráður kaupandi af bréfunum. Viðskiptin fóru fram á genginu 220 krónur á hlut en skráð gengi í Kauphöllinni er 201 króna á hlut. Meira »

RÚV fékk ekki greitt vegna útsendingar

18:05 Ekki hafa fengist svör um hver endanlegur kostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum er. Greint hefur verið frá því að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði en nú er gert ráð fyrir 80 milljónum. Upphafleg kostnaðaráætlun var gerð fyrir 18 árum. Meira »

Enginn dómur enn fallið

17:33 Valitor sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem fyrirtækið ítrekar að enginn dómur hafi enn fallið um kröfur Sunshine Press Productions (SSP) og Datacell á hendur Valitor. Það segir Valitor vera kjarna málsins. Meira »

Ástandið versnað hraðar en búist var við

17:05 Forstjóri Landspítalans segir ástandið á spítalanum hafa versnað hraðar en búist hefði verið við og að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til, að loka meðgöngu- og sængurkvennadeild og hætta með 12 vikna sónar, muni ekki duga lengi. Meira »

Rækjuvinnslu FISK í Grundarfirði lokað

16:55 Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Nítján manns fá uppsagnarbréf vegna lokunarinnar og taka uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Meira »

Hvalurinn ekki steypireyður

15:55 Hvalurinn sem dreginn var á land í hvalstöðinni í Hvalfirði aðfaranótt 8. júlí síðastliðinn er blendingshvalur en ekki steypireyður. Þetta staðfesti erfðarannsókn á sýni hvalsins. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar var móðirin steypireyður en faðirinn langreyður. Meira »

Samþykktu tilboðið í jörðina

15:50 Eigendur Hrauna í Fljótum í Skagafirði hafa samþykkt kauptilboð félagsins Eleven Experience í jörðina. Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Green Highlander, staðfestir þetta. Meira »

Krefur Steingrím um skýr svör

15:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn, vegna ávarps Piu Kjærsgaard á hátíðarþingfundi Alþingis á Þingvöllum í gær. Meira »

Loka meðgöngu- og sængurlegudeild

15:35 Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað á morgun og starfsemi hennar sameinuð kvenlækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fæðingarþjónustu í kjölfar uppsagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Meira »

Beinlínis rangt að ekkert nýtt kæmi fram

15:23 „Það er mjög alvarlegt ef fulltrúi ljósmæðra túlkar hugmynd ríkissáttasemjara með þeim hætti að það sé ekkert í henni annað en gamli samningurinn,“ segir Gunnar Björnsson formaður samninganefndar ríkisins. Meira »

Skammgóður vermir

15:15 Duglega hefur sést til sólar á suðvesturhorninu í dag. Blíðan er þó skammgóður vermir að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands því strax í fyrramálið verður farið að rigna á suðvesturhorninu og engin sól í kortunum næstu daga. Meira »

Keilir opnar starfsstöð á Spáni

14:49 Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir utan Barcelona á Spáni og er Keilir, að fram kemur í fréttatilkynningu, þar með fyrsti flugskóli landsins til að halda úti verklegu flugnámi í tveimur löndum. Er þetta sagt gert „til að mæta auknum áhuga og tryggja að skólinn geti kennt verklegt flugnám allt árið um kring.“ Meira »

Aðeins einn af 19 umsækjendum í viðtal

14:45 Valtýr Valtýsson hefur verið ráðinn í embætti sveitarstjóra Ásahrepps, en hann hefur áður gegnt embætti sveitarstjóra Bláskógabyggðar. Ekki virðist hafa ríkt fullkomin sátt í hreppsnefndinni um ráðningaferlið og gerði minnihlutinn athugasemd við að aðeins einn af 19 væri boðaður í viðtal. Meira »

Kostnaður er áætlaður 55 milljarðar króna

14:15 Áætluð verklok vegna nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut eru árið 2024 og heildarkostnaður er áætlaður tæpir 55 milljarðar króna, án virðisaukaskatts. Meira »

„Staðan er kolsvört“

14:02 „Það er ekkert á borðinu,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Fundi þeirra hjá ríkissáttasemjara lauk rétt í þessu. „Það verður ekki skrifað undir í dag og það hefur ekki verið boðað til nýs fundar.“ Meira »

Sagðist hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni

13:51 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Brotin áttu sér stað á árabilinu frá 2010 til 2014. Meira »

Fundi samninganefndanna lokið

13:42 Fundi samninganefnda ljósmæðra og ríkisins sem hófst klukkan 10:30 er lokið. Báðar samn­inga­nefnd­ir gáfu það út fyr­ir fund­inn að þær hefðu ekki lagt fram nýj­ar til­lög­ur. Meira »

Gagnrýnin „fáránleg og til skammar“

13:25 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 að gagnrýni þingmanna vegna veru hennar á hátíðarfundi á Þingvöllum í gær sé fáránleg. Hún hafi hins vegar ekki tekið eftir mótmælum og notið dvalarinnar á Íslandi. Meira »

Sjálfsagt að bjóða Kjærsgaard

13:21 Forseti Alþingis harmar að heimsókn danska þingforsetans, Piu Kjærsgaard, hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin á Þingvöllum í gær þegar hátíðarfundur var haldinn í tilefnis þess að þá voru 100 ár liðin frá und­ir­rit­un sam­bands­samn­ings um full­veldi Íslands, sem tók svo gildi 1. des­em­ber 1918. Meira »
Max
...
Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f
Sambyggð trésmíðavél: Felder. CF 741 3f. Hjólsög: fræsari og hefill, afréttari o...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...