Gallery Restaurant besta veitingahúsið

Frá tilnefningunni í dag.
Frá tilnefningunni í dag. Matthías Þórarinsson/freisting.is

Gallery Restaurant á Hótel Holti var í dag tilnefnt sem besta veitingahúsið á Íslandi og mun í framhaldinu taka þátt í keppninni Nordic Prize 2012 um besta veitingahúsið á Norðurlöndunum.

Hin veitingahúsin sem munu keppa um Nordic Prize eru: Fredrikshøj fyrir Danmörku, Maaemo fyrir Noreg, Olo fyrir Finland og Fåviken fyrir Svíþjóð.  Valið um besta veitingahús Norðurlanda er svo tilkynnt við hátíðlegt tækifæri í byrjun febrúar og verður það í fimmta skiptið sem verðlaunin verða afhent.

Í íslensku dómnefndinni sitja þau Dominique Plédel Jónsson, frá Vínskólanum og Gestgjafanum, Gunnar Páll Rúnarsson, Vínbarnum, Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari og Bocuse de Bronze, Kjartan Ólafsson, fv. veitingahúsarýnir hjá Gestgjafanum, Mads Holm, Ny Nordisk Mad, Norræna húsinu, Sólveig Baldursdóttir, fv. ritstjóri Gestgjafans, Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir og Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.

Feðgarnir Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumaður Gallery Restaurant, Hótel Holt og …
Feðgarnir Friðgeir Ingi Eiríksson yfirmatreiðslumaður Gallery Restaurant, Hótel Holt og Eiríkur Ingi Friðgeirsson matreiðslumeistari og rekstraraðili Gallery Restaurant, Hótel Holt Matthías Þórarinsson/freisting.is
Matthías Þórarinsson/freisting.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert