Fá 11 þúsund fyrir á og 8.600 fyrir lamb

Samkvæmt mati ráðunauta á Norðurlandi vantar 6.318 lömb og 3.105 …
Samkvæmt mati ráðunauta á Norðurlandi vantar 6.318 lömb og 3.105 ær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest úthlutunarreglur vegna aðstoðar Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðursins á Norðurlandi í september sl. Samkvæmt reglunum verða greiddar 11.000 krónur fyrir hverja á og hrút sem drápust og 8.600 krónur fyrir lamb.

Í reglunum kemur m.a. fram að sjóðurinn bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna viðgerða á girðingum (umfram hefðbundið viðhald), tjón á búfé og afurðum búfjár og fóðurkaupa vegna óvenjulegra aðstæðna af völdum veðursins. Óbeint tjón, m.a. rekstrartap, töf á framleiðslu eða afhendingu vöru og missir húsaleigutekna, fæst ekki bætt.

Héraðsráðunautar eða aðrir trúnaðarmenn Bjargráðasjóðs leggja mat á tjónið skv. reglum. Umsóknum á að skila á sérstöku eyðublaði til Bjargráðasjóðs fyrir 1. febrúar 2013. Tjón á girðingum verður hins vegar ekki gert upp fyrr en næsta sumar.

Áætlað er að 224 jarðir hafi orðið fyrir tjóni íi óveðrinu. Samkvæmt mati ráðunauta á Norðurlandi vantar 6.318 lömb og 3.105 ær á þessum bæjum og hafa þær skepnur ýmist fundist dauðar eða ekki heimst. Þá drápust 50 nautgripir og 132 kílómetrar af girðingum eru skemmdar, illa farnar eða ónýtar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert