Hækkun heiðurslauna verði frestað

Þingmenn þurfa að gera upp á milli listgreina þegar listamenn …
Þingmenn þurfa að gera upp á milli listgreina þegar listamenn fá laun. Nemendaleikhús Listaháskólans frumsýnir hér leikritið Óraland. mbl.is/Golli

Við aðra umræðu fjárlaga í gær lagði Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, til að hækkun heiðurslauna listamanna yrði frestað ótímabundið.

Hún segir að fyrir liggi að heiðurslaunin muni hækka um rúmlega 100%, í 81 milljón, á næsta ári, á sama tíma og verið sé að leggja á nýja skatta og álögur.

„Í raun og veru er búið að festa þetta í lög en mín tillaga er sú að þessu verði frestað ótímabundið og þá meina ég þangað til við teljum að staðan sé sú að við getum forgangsraðað í þessa átt,“ segir Erla. Ótækt sé að hækka heiðurslaun á sama tíma og deilt sé um launamál t.d. hjúkrunarfræðinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert