Vilja hætta útgerð

Útlit er fyrir grisjun í útgerð.
Útlit er fyrir grisjun í útgerð. mbl.is/Ómar

„Því er ekki að neita að til mín hafa leitað menn sem bjóða kvóta smærri útgerða til sölu. Að baki liggur að menn eru að leita að útleið úr rekstrinum vegna gjörbreyttrar rekstrarstöðu,“ segir Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK Seafood á Sauðárkróki.

„Útgerðin borgar sig ekki lengur. Veiðigjöldin eru meginástæðan, samfara lækkandi afurðaverði, og við það bætist óvissa vegna nýja kvótafrumvarpsins sem er eftir að afgreiða,“ bætir Jón Eðvald við í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

„Með stóraukinni skattlagningu er rekstrargrundvöllurinn miklu veikari en áður var. Það er ljóst að farið er að þrengja verulega að útgerðum sem eru eingöngu í veiðum,“ segir Jón Eðvald og tekur fram að hann hafi ekki tekið neinu kauptilboðanna.

Rætt er við nokkra útgerðarmenn á Snæfellsnesi í Morgunblaðinu í dag. Meðal þeirra er Guðmundur Smári Guðmundsson í Grundarfirði en hann segir mörg fjölskyldufyrirtæki nú verðlaus vegna gjaldanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert