Efstu fimm sætin liggja fyrir

Eygló Harðardóttir, alþingismaður.
Eygló Harðardóttir, alþingismaður. mbl.is

Tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi er nú lokið þar sem kosið var í fimm efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Eins og mbl.is sagði frá fyrr í dag hafnaði Eygló Harðardóttir alþingismaður í fyrsta sæti listans en hún var áður í framboði fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi.

Willum Þór Þórsson hreppti annað sætið en hann hafði einnig sóst eftir fyrsta sætinu. Þá varð Þorsteinn Sæmundsson í þriðja sæti.

Kosið var í efstu fimm sætin en þau eru eftirfarandi:

1. Eygló Harðardóttir alþingismaður

2. Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari

3. Þorsteinn Sæmundsson rekstrarhagfræðingur

4. Sigurjón N. Kjærnested vélaverkfræðingur

5. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir náms- og starfsráðgjafi

Fullskipaður listi með 26 frambjóðendum verður lagður af kjörstjórn fyrir aukakjördæmisþing sem gert er ráð fyrir að verði haldið um miðjan þorra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert