Fá 300 þúsund í jólabónus

Útgerðarfyrirtækið Gjögur hf. á Grenivík greiddi starfsfólki sínu í landvinnslu 300.000 krónur auk orlofs í afkomubónus í desember. Upphæðin miðast við fullt starf og greiðist hlutfallslega út frá starfshlutfalli og starfstíma á árinu. Tilefnið er góð afkoma landvinnslunnar á Grenivík á árinu. Einnig fá starfsmenn veglega jólagjöf frá fyrirtækinu.

Þetta kemur fram í frétt Vikudags.

Áður hefur komið fram að útgerðarfyrirtækið Samherji hf. greiddi landvinnslufólki 378 þúsund krónur í desemberuppbót. Samherji greiddi aukalega 72 þúsund krónur í orlofsuppbót til starfsmanna í maí og greiðir því 450 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu.

mbl.is