Augljóslega pottur brotinn

Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Sif Traustadóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands.

Stjórn Dýraverndarsambands Íslands(DÍS) fagnar aðgerðum yfirvalda vegna tveggja kúabúa þar sem „augljóslega er pottur brotinn varðandi dýravelferð og umhirðu,“ segir í ályktun stjórnarinnar.

Um leið skorar DÍS á Alþingi að afgreiða sem fyrst frumvarp til nýrra laga um dýravelferð svo yfirvöld dýraverndarmála hafi nauðsynlegar heimildir til að bregðast skjótt við í alvarlegum málum. Stjórnin hvetur Matvælastofnun til að fylgja málunum fast eftir þannig að hvergi verði hvikað í kröfunni um velferð búfjár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert