Lægri refsingar í bandormi

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. mbl.is/ÞÖK

Skattrannsóknarstjóri ríkisins, Bryndís Kristjánsdóttir, vekur athygli á því í umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um bandorminn svonefnda, frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, að breyting á einu ákvæði tekjuskattslaga geti haft töluverð áhrif til refsilækkunar fyrir þá einstaklinga sem hafa vantalið tekjur af afleiðuviðskiptum með hlutabréf og gjaldmiðla.

Samkvæmt hegningarlögum beri að dæma eftir nýrri lögum, komi til breytinga á löggjöfinni, segir skattrannsóknarstjóri. Hann hefur verið með um 20 slík mál til rannsóknar, er tengjast afleiðuviðskiptum einstaklinga. Þar af er rannsókn lokið í 11 málum og hefur þeim öllum verið vísað til meðferðar hjá embætti sérstaks saksóknara. Umfang þessara mála er mikið í krónum talið, þar sem vantaldir skattstofnar eru allt upp undir einn milljarð króna í einstökum málum.

Bryndís Kristjánsdóttir segir í samtali við Morgunblaðið að nái frumvarpið fram að ganga óbreytt gætu skattstofnar lækkað um hundruð milljóna króna og ríkissjóður þar með orðið af tekjum sem því næmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert