Steingrímur og Bjarkey leiða listann

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon sigraði í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi. Í öðru sæti hafnaði Bjarkey Gunnarsdóttir frá Ólafsfirði.

Þetta kemur fram í frétt í Vikudegi. Steingrímur var sá eini sem sóttist eftir fyrsta sæti framboðslistans. Steingrímur hlaut 199 atkvæði, en alls kaus 261. Á kjörskrá voru 722, þannig að kosningaþátttaka var 36 %.

Í öðru sæti varð Bjarkey Gunnarsdóttir frá Ólafsfirði. Í þriðja sæti hafnaði Edward H. Huijbens og þar á eftir koma Ingibjörg Þórðardóttir, Þorsteinn Bergsson og Sóley Stefánsdóttir.

Forvalið er leiðbeinandi, en kjörstjórn mun á næstu vikum stilla upp lista flokksins.

Bjarkey starfar sem náms- og starfsráðgjafi og brautarstýra starfsbrautar fyrir fatlaða í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði.

Flokkurinn er nú með þrjá þingmenn, Steingrím, Þuríði Backman og Björn Val Gíslason. Þuríður Backman ákvað að draga sig í hlé, en Björn Valur skipti um kjördæmi og bauð sig fram í forvali flokksins í Reykjavík.

Bjarkey Gunnarsdóttir
Bjarkey Gunnarsdóttir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert