Bíður eftir handaágræðslu

Guðmundur Felix Grétarsson bíður eftir handaágræðslu.
Guðmundur Felix Grétarsson bíður eftir handaágræðslu. mbl.is

Guðmundur Felix Grétarsson bíður enn eftir að komast í handaágræðslu í Lyon í Frakklandi.

„Það er einn á undan mér. Hann fór ekki á biðlista fyrr en í október vegna formsatriða en átti að fara í janúar. Nú bíður hann og það gerist ekkert hjá mér fyrr en búið er að græða á hann,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag.

Endurhæfingaráætlun vegna aðgerðarinnar mun vera langt komin, samkvæmt fréttum frá Frakklandi. Guðmundur er sá fyrsti sem báðir handleggir frá öxlum verða græddir á í Lyon. Öll aðgerðin mun líklega taka meira en sólarhring.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert