Söfnuðu 1,2 milljónum króna

Hlynur Snæbjörnsson.

Alls söfnuðust 1,2 milljónir króna í söfnun til styrktar sauðfjárbændum á Norðurlandi sem urðu fyrir miklum búskaða vegna veðurofsa í september síðastliðnum.

Bónus og Hagkaup í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga og Íslandslamb stóðu fyrir söfnuninni og afhentu fulltrúar fyrirtækjanna bændunum það fé sem safnaðist.

Tvö hundruð krónur af hverju seldu kílói af vörum Íslandslambs runnu óskiptar í söfnunarsjóðinn.

Talið er að um 3000 kindur hafi drepist þegar óveðrið gekk yfir og tjónið af völdum þess er metið á marga tugi milljóna, samkvæmt upplýsingum frá þeim sem stóðu að söfnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert