Vilborg Arna hálfnuð

Vilborg Arna Gissurardóttir
Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir er hálfnuð á ferð sinni á suðurpólinn en Vilborg Arna ætlar fyrst Íslendinga að ganga ein og án utanaðkomandi aðstoðar á suðurpólinn og áætlar að vera komin á leiðarenda um miðjan janúar.   

Í gærkvöldi hafði hún lagt helming ferðarinnar að baki, tæplega 600 km, en leiðangurinn er alls 1140 km frá upphafsstað göngunnar við Hercules-sund að suðurpólnum.

Aðstæður hafa verið misgóðar til göngu síðustu daga, mikið af nýföllnum snjó sem gerir færið þungt og erfitt yfirferðar. Gærdagurinn var þó góður og sannkallaður gleðidagur eins og segir í dagbók Vilborgar.

mbl.is