Rúmlega hálfnuð

Nú er Vilborg Arna Gissurardóttir ríflega hálfnuð á göngu sinni á suðurpólinn. Á aðfangadag og jóladag gerir hún ráð fyrir því að ganga mjög krefjandi leið en er með litla jólaveislu í farangrinum hjá sér og mun hún gæða sér á góðgætinu til að gera sér dagamun. Vilborg hringdi í mbl. í morgun og ræddi um gönguna.

mbl.is

Bloggað um fréttina