Hættu við að setja vegagjald

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur fallið frá tillögu sinni um að sett verði svokallað vegagjald á bílaleigur, en greint var frá tillögu þess efnis á forsíðu Morgunblaðsins í gær.

„Nefndin hefur í þinglegri meðferð fengið sjónarmið frá bílaleigum um það hvernig þeim þætti hagfelldast að skila þessum tekjum í ríkissjóð og í tengslum við það skoðuðum við meðal annars þessa leið,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, aðspurður hvers vegna fallið hafi verið frá þessari tillögu, og bætir við: „Á henni reyndust hinsvegar vera ýmsir gallar, bæði fyrir ríkissjóð og fyrir greinina, sem ekki var tóm til að vinna úr í þeim tímaramma sem nefndin hefur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert