Hlutur sjúklinga hækkar

mbl.is/Sverrir

Hlutur sjúklinga í greiðslu lyfjakostnaðar hækkar úr 2.300 krónum í 2.400 krónur þann 1. janúar árið 2013 samkvæmt breytingu á reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.

Hlutur almennra sjúklinga við lyfjakaup var 2.100 krónur árið 2010 og hefur hann því hækkað um tæp 12,5 % á þessum tíma.

Að sögn Ólafs Adolfssonar lyfjafræðings hjá Apóteki Vesturlands er um að ræða 7. reglugerðarbreytinguna á greiðsluþátttökukerfi almennra sjúklinga á síðustu þremur árum. Í Morgunblaðinu í dag segir hann að þessar breytingar hafi gert það að verkum að hlutdeild ríkisins í lyfjakostnaði landsmanna hafi minnkað.

„Það eru engin tilefni til þess að lækka hlutdeild ríkisins og hækka hlutdeild sjúklinga. Lyfjaverð á Íslandi hefur verið að lækka. Samt sem áður er sjúklingum gert að borga meira,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »