Jólakveðja frá suðurskautinu

Vilborg Arna Gissurardóttir er búinn að vera á suðurskautinu í …
Vilborg Arna Gissurardóttir er búinn að vera á suðurskautinu í 35 daga. mbl.is

Vilborg Arna Gissurardóttir hefur sent jólakveðju frá Suðurskautslandinu. Í nýrri bloggfærslu segist hún hafa vaknað spennt í gærmorgun eftir gott færi síðustu daga. En þegar hún leit út úr tjaldinu sínu var búið að snjóa. Færið í gær var því þungt, en þrátt fyrir það tókst henni að skíða 22 km.

Hún segir að óvenjumargt hafi borið fyrir augu á ferðalagi sínu í gær. Thiel-fjöllin, ný skíðaför, för eftir snjótroðara sem lágu til Thiel og einhvers konar flögg til merkingar.

Vilborg segir að mjög mikið hafi verið að gerast. Í gær var skýjað en hún vonaði að það myndi ekki snjóa meira. Í dag er 35. dagur ferðarinnar.

Hér má lesa blogg Vilborgar.

Meðan á göngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Lífi styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans og geta menn sett sig í spor Vilborgar með því að heita á hana í síma 908-1515 (1.500 kr.) eða með frjálsum framlögum á vefsíðunni www.lifsspor.is

mbl.is