Engin skata á Gimli í ár

Ekki þekkja allir ilminn af skötunni.
Ekki þekkja allir ilminn af skötunni. mbl.is/Golli

„Það var engin skata hér, UPS-hraðsendingarfyrirtækið sagði að hún hefði skemmst á leiðinni og því er hún föst í vöruhúsi í Winnipeg, en þeir þekkja greinilega ekki ilminn.“

Þetta segir Grétar Axelsson á Gimli í Kanada í Morgunblaðinu í dag, en hann og fleiri Íslendingar í bænum hafa gjarnan borðað skötu frá Íslandi á Þorláksmessu.

Íslendingar vestanhafs halda þónokkuð í íslenskar hefðir og nóg er af þeim í Nýja-Íslandi. Grétar hefur reynt að verða sér úti um skötu um árabil og oft tekist, en nú tók til þess að gera nýfluttur Íslendingur af honum ómakið og fékk senda skötu, sem faðir hans verkaði á Vestfjörðum. „26 manns voru skráðir í skötuna og þetta eru því mikil vonbrigði,“ segir Grétar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert