Má heita Kjói

Mannanafnanefnd hefur samþykkt fimm ný nöfn.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt fimm ný nöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mannanafnanefnd hefur samþykkt fimm ný nöfn og verða þau skráð í mannanafnaskrá. Þetta eru nöfnin Kjói, Íseldur, Adelía og millinöfnin Jean og Carlos.

Nefndin hafnaði hins vegar umsókn um nafnið Christa. Þrjár konur bera þetta nafn, en mannanafnanefnd taldi að það uppfyllti ekki skilyrði vinnulagsreglna. Því teldist vera ekki vera hefð fyrir rithættinum Christa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka