Réðst á sambýlismann sinn með kúbeini

Lögreglan á Selfossi var kölluð að heimili í Hveragerði um sjöleytið í gærkvöldi. Þar hafði kona veist að sambýlismanni sínum með kúbeini og fékk hann skurð á höfuðið við árásina. 

Maðurinn reyndist ekki alvarlega særður og hugðist sjálfur leita læknis. Konan var fjarlægð af heimilinu.

mbl.is