Mjólkin er komin norður og ljósavélin í startholum

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

„Mjólkurskammturinn er komin og þá erum við í góðum málum. Við fengum um 72 lítra í gær og það vona ég að dugi.“

Þetta segir Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir verslunarstjóri í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar í Norðurfirði á Ströndum í samtali við Morgunblaðið. Vél frá Erni fór áætlunarflug á Gjögur í fyrradag. Þá hafði ekki verið flogið norður í nokkra daga. Einnig hefur landleiðin frá Hólmavík verið ófær.

„Nú erum við birg með allar helstu nauðsynjar. Fyrir jól, meðan fært var, fóru björgunarsveitarmenn héðan á Hólmavík og náðu í flugeldaskammtinn. Við getum því haldið áramótin hátíðleg með því að skjóta upp rakettum,“ sagði Ragnheiður Edda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert