Vilborg nálgast hæsta punktinn

Vilborg Arna
Vilborg Arna

Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stefnir á gönguskíðum án aðstoðar á suðurpólinn, nálgast nú hratt hæsta punkt ferðalagsins.

Í færslu sem hún ritaði í gærkvöldi kemur fram að dagurinn í gær hafi verið krefjandi, frekar kalt og talsverð hækkun. Hún skíðaði 25 km í gær og á von á því að næstu dagar verði svipaðir.

Þegar hún skrifaði færsluna var hún í 2.050 metra hæð yfir sjávarmáli og átti eftir rúmlega 700 metra í hæsta punkt.

Hún sendir litla bróður sínum, Sæmundi Gissurarsyni, sérstakar kveðjur en hann átti 25 ára afmæli í gær.

Sjá nánar hér

mbl.is