Kviknaði í jólaskreytingu

Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tilkynnt var um eld í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík skömmu eftir klukkan fjögur í nótt en um er að ræða fjögurra hæða hús með risi. Eldurinn kom upp í jólaskreytingu úr plasti á fjórðu hæð samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Aðrir íbúar hússins höfðust við í strætisvagni á meðan slökkvistarf stóð yfir en 11 manns munu hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Slökkvistarf gekk vel og lauk um klukkutíma síðar. Íbúar hússins fengu þá að snúa aftur til heimila sinna. Talsverðar skemmdir urðu vegna reyks og vatns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert