Margir heita „stúlka“ og „drengur“

Sum börn eru orðin nokkurra ára gömul þegar nöfn þeirra …
Sum börn eru orðin nokkurra ára gömul þegar nöfn þeirra eru skráð í þjóðskrá. mbl.is/Golli

Því fer fjarri Blær Bjarkardóttir sé eina manneskjan sem skráð er undir nafninu stúlka í þjóðskrá. Um 100 stúlkur sem eru eldri en eins árs eru skráðar undir nafninu „stúlka“ í þjóðskrá og um 100 eru skráðir undir nafninu „drengur“.

Ýmsar skýringar eru á því að börn eru ekki skráð undir réttu nafni í þjóðskrá. Í mörgum tilvikum hefur einfaldlega dregist að gefa barninu nafn. Í einhverjum tilvikum hefur dregist að skila upplýsingum um nafn barnsins til Þjóðskrár. Þannig er allmörg börn sem búa erlendis skráð undir nöfnunum stúlka og drengur. Sum þeirra eru komin á skólaaldur.

Allmörg börn sem búa hérlendis og eru komin í skóla eru hins vegar skráð undir nöfnunum stúlka og drengur. Reikna má með að í einhverjum tilvikum sé ástæðan sú að foreldrar hafa gefið börnunum nöfn sem ekki hafa fengist birt í mannanafnaskrá.

Þess má svo geta að fjórir bera eiginnafnið Drengur í þjóðskrá.

Þegar barn fæðist er það skráð í þjóðskrá og fær þá kennitölu. Ljósmæður senda fæðingarskýrslur til Þjóðskrár Íslands, hvort sem fæðing fer fram á sjúkrahúsi eða í heimahúsi. Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis geta látið skrá börn sín í þjóðskrá.

Fæðingarvottorð eru gefin út af skráningaraðilum í viðkomandi landi. Ef barnið er ekki komið með nafn þarf að senda fæðingarvottorð aftur þegar það hefur fengið nafn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert