Aðventistar biðjast afsökunar

Kirkja sjöunda dags aðventista í Reykjavík.
Kirkja sjöunda dags aðventista í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

„Þegar litið er yfir feril Karls Vignis Þorsteinssonar eins og honum er lýst í Kastljósi er samkennd með þolendum afbrota hans okkur í kirkju aðventista efst í huga.  Það er augljóst að kirkjan og íslenskt samfélag í heild hafa brugðist þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra og viljum við fyrir hönd kirkjunnar biðjast innilegrar fyrirgefningar,“ segir í yfirlýsingu frá Kirkju sjöunda dags aðventista vegna kynferðisbrota Karls Vignis Þorsteinssonar, sem meðal annars áttu sér stað þegar hann starfaði innan trúfélagsins.

Gerðu ráðstafanir fyrir rúmum áratug

„Við í kirkju aðventista lítum þetta mjög alvarlegum augum og gerðum ráðstafanir fyrir rúmum áratug meðal annars með því að setja í framkvæmd verklagsreglur innan kirkjunnar um aðgerðir til varnar ofbeldi og misnotkun á börnum og unglingum og munum áfram gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að sambærileg afbrot endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingunni.

Karl Vignir Þorsteinsson, sem hefur játað á sig tugi kynferðisafbrota.
Karl Vignir Þorsteinsson, sem hefur játað á sig tugi kynferðisafbrota.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert