Kalla eftir skýringum

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir Eggert Jóhannesson

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis fundar í fyrramálið um stöðu fjarskipta-, samgöngu-, raforku- og upplýsingaöryggis í ljósi óveðurs á Vestfjörðum um áramótin. Þar verður kallað eftir skýringum á því sem úrskeiðis fór sem og áætlunum til úrbóta.

Ólína Þorvarðardóttir, formaður nefndarinnar, segir í bréfi til fjölmiðlar að til fundarins mæti yfirmenn Vegagerðarinnar, Landsnets, Orkubús Vestfjarða, fjarskiptaráðs og almannavarna.

Hún bað sjálf um fundinn og er tilefni hans það alvarlega öryggisleysi sem myndaðist í langvarandi rafmagns- og samgönguleysi sem olli röskun á fjarskiptum og þar með almannavá við óvenjuleg veðurskilyrði.

Ólína segir vonir standa til þess að fundurinn verði leiðbeinandi fyrir Alþingi og hlutaðeigandi stofnanir um þá þætti sem horft geta til bóta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert