Bergmál biðst afsökunar

Líkt og fram kom í Kastljósi hélt Bergmál meðal annars …
Líkt og fram kom í Kastljósi hélt Bergmál meðal annars námskeið á Sólheimum í Grímsnesi þrátt fyrir að Karl Vignir hafi verið látinn fara þaðan fyrir að misnota íbúa á Sólheimum. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjórn Bergmáls hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þolendur Karls Vignis Þorsteinssonar og aðstandendur þeirra eru beðnir innilega afsökunar á þeim mistökum að hafa trúað og treyst þessum manni til starfa fyrir líknarfélagið.

„Tilgangur Bergmáls er að hlynna að krabbameinssjúkum, blindum og langveikum.
 
Karl Vignir Þorsteinsson starfaði sem sjálfboðaliði fyrir félagið og er okkur mjög brugðið að heyra lýsingar á afbrotum hans sem fram hafa komið í Kastljósi síðustu daga.
 
Ljóst er að góðleg framkoma hans blekkti okkur og að við, samstarfsmenn hans, réttarkerfið og samfélagið í heild, brugðumst þolendum ofbeldis hans og fjölskyldum þeirra.
 
Bergmál hefur aldrei komið að barnastarfi.
 
Þykir okkur, sem helgað höfum líf okkar góðgerðarmálum, afar hryggilegt að slíkur maður hafi starfað innan okkar vébanda til ársins 2007.
 
Fyrir hönd Bergmáls viljum við biðja þolendur Karls Vignis Þorsteinssonar og aðstandendur þeirra innilega afsökunar á þeim mistökum að hafa trúað og treyst þessum manni til starfa fyrir líknarfélag okkar,“ segir í tilkynningu sem stjórn Bergmáls hefur sent frá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert