„Orðin heimakær á jöklinum“

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir.

„Þögnin er mögnuð og fegurðin líka,“ skrifar Vilborg Arna Gissurardóttir, suðurpólsfari, í dag. Hún segir fjarri sér að ferðinni sé að ljúka.

Ég vaknaði í snjókomu og vindi í morgun en mér til mikillar gleði fór sólin að skína og svo kom logn,“ skrifar Vilborg. Vilborg gerði upprunalega ráð fyrir því að ganga að meðaltali í um 22 km á dag og í dag komu „20 kílómetrar í hús,“ skrifar hún.

Hún segir færið nú stíft svo hún fari ekki mjög hratt yfir. Hún vænti þess því að ganga í um 20 km á dag næstu dagana.

„Það er mjög fjarri mér að það styttist í annan endann...kannski er ég bara orðin heimakær á jöklinum. Ég hlakka til að koma heim. Ég veit ekkert hvað bíður mín þar sem ég sagði bæði upp vinnu og íbúð fyrir þetta verkefni. Það eru því spennandi tímar framundan.“

Hægt er að fylgjast með ferðalagi Vilborgar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina