„Ég elska alla“

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið á milli stjórnarflokkanna og ESB-umsóknin sé nú á ís fram yfir kosningar gæti hann vel hugsað sér áframhaldandi samstarf með VG en einnig að vinna með Bjartri framtíð, Framsóknarflokki eða Sjálfstæðisflokki.

Hann segir að þótt hægt hafi verið á viðræðunum séu það ekki vonbrigði fyrir Samfylkinguna og persónulega sé hann sáttur við niðurstöðuna þar sem hún sé góð fyrir ferlið sjálft. Með þessu sé komið í veg fyrir að málið flækist of mikið fyrir komandi kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert