Vilborg þjáist af magakveisu

Vilborg Arna Gissurardóttir.
Vilborg Arna Gissurardóttir.

Vilborg Arna Gissurardóttir, sem stefnir á suðurpólinn, segir að stundum geti dagarnir farið öðruvísi en maður ætli, en í dag þurfti hún að liggja fyrir þar sem hún fékk magakveisu.

„Ég byrjaði að kasta upp í nótt og hélt að þetta væri búið en í morgun fór allt af stað aftur. Ég er komin með matarlyst og er að byggja mig upp fyrir morgundaginn með mat og drykk,“ skrifar Vilborg frá suðurskautslandinu.

Hún stefnir að því að ná sér af þessari kveisu fljótt. Nú séu um 55 km eftir og þá segist hún hlakka til að komast á leiðarenda og koma svo heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina