„Við Dorrit óskum þér til hamingju“

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sent Vilborgu Örnu Gissurardóttur suðurpólsfara heillaóskir.

„Við Dorrit óskum þér til hamingju með einstakt afrek, árangur einbeitni, kjarks og þjálfunar. Íslendingar samgleðjast þér innilega; erum stolt og glöð.

Þú ert ungu fólki frábær fyrirmynd og ferð þín vekur okkur öll vonandi til aukinnar vitundar um mikilvægi heimskautanna fyrir loftslag jarðar og framtíðarheill mannkyns,“ segir í heillaóskum Ólafs Ragnars til Vilborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina