Fleiri segjast styðja Árna

Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason
Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason mbl.is/Golli

Átta formenn aðildarfélaga Samfylkingar lýsa yfir stuðningi við Árna Pál Árnason í könnun sem Morgunblaðið gerði meðal forystumanna í 22 aðildarfélögum af alls 43. Sá níundi sagði Árna Pál vera að sækja í sig veðrið.

Til samanburðar sögðust tveir formenn aðildarfélaga styðja Guðbjart Hannesson í embætti formanns Samfylkingar. Alls var rætt við 23 trúnaðarmenn í flokknum og segjast 12 vera óákveðnir eða ekki vilja upplýsa hvorn þeir styðji.

Í fréttaskýringu og umfjöllun um formannskjörið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að formenn félaganna telja, að  Evrópumálin verði efst á baugi Samfylkingar í kosningabaráttunni vegna alþingiskosninganna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »