Myndir af Vilborgu á pólnum

Myndir af Vilborgu Örnu Gissurardóttur á suðurpólnum birtust á bloggsíðu sem ljósmyndarinn og útivistarmaðurinn Jeffrey Donenfeld heldur úti.

Myndirnar sýna Vilborgu brosandi á pólnum. Hún er útitekin enda búin að vera á göngu í 60 daga.

Vilborg Arna Gissurardóttir flaug í gær af suðurpólnum og er núna í Union Glacier Camp sem eru tjaldbúðir starfræktar af ALE. Flugið tók um fimm og hálfan tíma.

mbl.is