Nærri tíu milljónir hafa safnast með pólferðinni

Vilborg Arna komin í mark, suðurpólnum náð.
Vilborg Arna komin í mark, suðurpólnum náð. mbl.is/Jeffrey Donenfeld

„Við gerðum okkur engar hugmyndir fyrirfram en nú þegar við sjáum hve vel gengur setjum við markið hærra og treystum því að meira komi inn,“ segir Elín Sveinsdóttir, sem tók þátt í að undirbúa ferð Vilborgar Örnu Gissurardóttur á suðurpólinn.

Alls höfðu 9,6 milljónir safnast til Lífs, styrktarfélags Vilborgar Örnu, um kvöldmatarleytið í gær en við það mun bætast talsverð upphæð til viðbótar úr símasöfnun. Áætlað er að hún komist til Síle í dag eða á morgun og þaðan áfram til Íslands aðfaranótt mánudagsins 28. janúar.

Tekið verður við framlögum á www.liffspor. is og í síma 908 15 15 þangað til Vilborg Arna kemur heim. Fleiri myndir af Vilborgu Örnu og suðurpólnum má sjá á www.jeffreydonenfeld.com.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert