Karl Vignir í 4 vikna síbrotagæslu

Karl Vignir Þorsteinsson var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald 9. …
Karl Vignir Þorsteinsson var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald 9. janúar sl. Það rann út í dag og nú síðdegis var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 20. febrúar. Pressphotos.biz

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur orðið við kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að Karl Vignir Þorsteinsson verði áfram í gæsluvarðhaldi. Hann var nú síðdegis úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu.

Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að Karl Vignir unir úrskurðinum. „Þetta er síbrotagæsla,“ bætir Björgvin við.

Hann hefur verið í haldi lögreglu frá 8. janúar en 9. janúar var Karl Vignir úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hann er sakaður um fjölmörg kynferðisbrot sem teygja sig marga áratugi aftur í tímann.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert