Kirkjan hefur fengið 29 milljarða fyrir jarðirnar

mbl.is/Brynjar Gauti

Íslenska ríkið hefur greitt 29 milljarða króna á föstu verðlagi fyrir kirkjujarðir á grundvelli samkomulags við þjóðkirkjuna frá árinu 1997. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Samkomulagið kvað á um að ríkið eignaðist kirkjujarðir sem það hafði haft umsýslu með í kjölfar samkomulags frá árinu 1907. Í staðinn skuldbatt ríkið sig til þess að greiða laun þriggja biskupa, 138 presta og 18 starfsmanna Biskupsstofu, tiltekinn rekstrarkostnað og fleira. Sú skuldbinding er ótímabundin. Ákvæði eru í samkomulaginu um að greiðslur hækki og lækki eftir því sem skráðum félögum í þjóðkirkjunni fjölgar eða fækkar. Litið er á samkomulagið sem fullnaðaruppgjör á kirkjujörðunum.

Komið hefur fram að ekki er til listi hjá ráðuneytinu yfir þær jarðir sem runnu til ríkisins með samkomulaginu og að ekki hafi verið lagt mat á verðmæti jarðanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »