Aðstoði skuldug heimili

Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon í pontu á flokkráðsfundi VG í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð íhugar nú leiðir til að koma til móts við skuldug heimili sem fóru illa út úr verðbólgubálinu eftir efnahagshrunið. Við þær aðgerðir þurfi að sækja fé sem aflað er með skatttekjum. Þetta kom fram í máli formanns flokksins á flokksráðsfundi fyrir stundu.

„Við vissum að þetta yrði erfitt ... og auðvitað hefur það verið það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á flokksráðsfundi VG í kvöld, um verkefnið sem vinstristjórnin stóð frammi fyrir eftir efnahagshrunið. Sjö milljarðar í formi auðlegðarskatts hjá ríkasta fólkinu hefðu runnið til þeirra sem væru í mestri þörf. 

Lét Steingrímur ógert að útskýra hvaða leiðir kynnu að vera farnar í aðstoð við skuldug heimili.

Hættuleg skattalækkunarstefna

„Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eitt mál að dagskrá; að lækka skatta... Það er ekkert hættulegra en ... þessi hugmyndafræði,“ sagði Steingrímur og vék að „litlu lögfræðingunum“ sem hefðu boðað þessa hugmyndafræði í kosningum á árunum fyrir hrunið.

Steingrímur sagðist ekki ætla að halda langa tölu um búið sem vinstriflokkarnir tóku við er þeir mynduðu meirihlutastjórn með Samfylkingu eftir kosningarnar í apríl 2009.

„Um þann árangur sem við höfum þó náð á fjölmörgum sviðum liggja auðvitað fyrir fjölmörg gögn,“ sagði Steingrímur.


Enginn fólksflótti eftir hrunið

Spár um stórfelldan landflótta hefðu ekki gengið eftir, líkt og nýlegar tölur sýndu fram á. Þótt Íslendingar vildu ekki missa fólk úr landi væri betra að það leitaði starfa á Norðurlöndum en gengi um atvinnulaust hér heima.

„Þegar upp er staðið fækkaði Íslendingum ekki nema örlítið á þessu eina ári ... Síðan hefur okkur fjölgað og nú erum við fleiri í dag en við höfum nokkru sinni verið,“ sagði Steingrímur og átti við fólksfækkun fyrsta árið eftir efnahagshrunið.


Fyrrverandi félagar hefðu komið í veg fyrir rammaáætlun

Formaðurinn vék að samþykkt rammaáætlunar og uppskar lófatak viðstaddra. Neðri-Þjórsá væri komin í skjól. Margar perlur á hálendinu sem menn hefðu borið víur í á hálendinu undanfarin ár væri komnar í skjól.

Ef stjórnin hefði ekki lifað hefði rammaáætlun aldrei verið samþykkt. Svo minnti Steingrímur á að sumir fyrrverandi félagar í VG hefðu jafnvel stutt að stjórnin færi frá.


Breytingar á stjórnarráðinu mikill áfangi

Steingrímur vék einnig að málum sem fjölmiðlar hefðu ekki fjallað mikið um að undanförnu, eins og til dæmis fækkun ráðuneyta úr 12 í 8.

„Það var eins gott að ríkisstjórnin var ekki fallin þá,“ sagði Steingrímur um þann áfanga að sjálfstæði Palestínu skyldi viðurkennt af vinstristjórninni. 

Uppskar hann þá lófatak.


Berjist gegn einkavæðingu Landsvirkjunar

Steingrímur vék einnig að andstöðu sinni og flokksins við einkavæðingu Landsvirkjunar, skref sem margir hefðu ljáð máls á að undanförnu.

„Hverjir ætla að standa vaktina í þeim efnum? Ætli það sé ekki betra að hafa okkur ef

það verður til umræðu næstu misserin?“ spurði Steingrímur.


Formaðurinn veikur á ferðalagi

Steingrímur sagðist vona að röddin og líkaminn myndi gera honum kleift að halda ræðuna, enda hefði hann verið á ferðalagi um Evrópu síðustu daga með flensu og ráma rödd á fundum með ráðherrum og áhrifamönnum.

„Sem er auðvitað hvorki heilsusamlegt eða gáfulegt,“ sagði Steingrímur um ferðalag án fullrar heilsu.

Svo sló hann á létta strengi um stjórnmálamenn og kvefpestir.

„Það væri kannski af tvennu illu betra fyrir stjórnmálamennina að missa röddina en heilastarfsemina.“

Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli.
Flokkráðsfundur VG fer nú fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Dómstóll um endurupptöku

05:30 Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

05:30 Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Hefur aldrei liðið jafn vel

Í gær, 23:17 „Í desember sagði ég við Gunnlaug: Við getum komist í úrslitin, við getum unnið þetta. Við þurfum bara að vinna og leggja ógeðslega mikið á okkur,“ segir Jóel Ísak Jóelsson úr FG sem vann Gettu betur í kvöld. Meira »
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...