Selt á 548 þúsund krónur

Klapptréð
Klapptréð Af eBay

Klapptréð sem Guðmundur Felix Grétarsson fékk á dögunum að gjöf frá aðstandendum kvikmyndarinnar Django Unchained eftir Quentin Tarantino var selt á 4.250 Bandaríkjadali, sem svarar til rúmlega 548 þúsund króna, á eBay uppboðsvefnum

Um er að ræða klapptré áritað af sjálfum Tarantino og öllum stjörnunum sem leika í myndinni; Leonardo DiCaprio, Christoph Waltz, Jamie Foxx, Samuel L. Jackson, Kerry Washington, James Remar, Dennis Christopher og Walton Goggins. 

Uppboðinu lauk fyrir skömmu en alls buðu 29 í klapptréð.

Guðmundur Felix missti báða handleggi rétt neðan við axlir í vinnuslysi 12. janúar 1998. Hann hefur stefnt ötullega að því allar götur síðan að fá grædda á sig nýja handleggi, en hefur ekki átt möguleika á aðgerðinni fyrr en nú. Hún verður framkvæmd af helstu sérfræðingum heimsins þessu sviði í Lyon í Frakklandi. 

Tarantino og leikarar kvikmyndarinnar fengu fregnir af fyrirhugaðri handaágræðslu Guðmundar og árituðu handa honum klapptréð. Aðgerðin er mjög kostnaðarsöm og rennur söluandvirðið óskipt í söfnun Guðmundar til að draumur hans geti orðið að veruleika.

Guðmundur Felix Grétarsson
Guðmundur Felix Grétarsson mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert