Víðtækt vald til að ráða bót á hruni

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands.
Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands.

EFTA-dómstóllinn segir í raun í Icesave-dómnum að þegar allsherjarhrun verður hafi ríki mjög víðtækt vald til að ráða þar bót á. Þetta segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands.

Aðspurður hvort það sé eitthvað sérstakt sem veki athygli hans í dómnum bendir Stefán á 227. málsgrein dómsins.

„Nú var þetta þannig að ESA höfðaði málið á kannski mjög þröngum grundvelli hvað varðar mismunun og dómurinn segir það og afgreiðir. En svo segir „að til þess að taka af allan vafa“ og þá fara þeir út í ef ESA hefði bara byggt á fjórðu greininni, eins og þeir hefðu kannski getað gert, það er almenna ákvæðinu um bann við mismunun, og gefa í skyn að það hefði heldur ekki dugað,“ segir Stefán Már í samtali við blaðamann.

Þá bendir Stefán á að dómurinn veki traust á EFTA-dómstólnum. „Þessi dómur vekur traust á EFTA-dómstólnum, þ.e. að hann sé í raun sjálfstæður dómstóll, ekki síst gagnvart áhrifum frá Evrópusambandinu og framkvæmdastjórn þess,“ segir Stefán Már.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert