Eftir Icesave er komið að heimilunum

Frosti ræddi við Morgunblaðið í fögnuði á Hótel Marina við ...
Frosti ræddi við Morgunblaðið í fögnuði á Hótel Marina við Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Nei. Þetta mál er ekki dautt,“ segir Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosingum og einn stofnenda Advice-hópsins, um baráttu fyrir aðgerðum í þágu skuldugra heimila. Eftir sigurinn í Icesave sé komið að heimilunum.

Frosti segir ríkisstjórnina hafa unnið gegn Advice-hópnum og notið til þess liðsinnis fjársterkra aðila sem vildu fallast á Icesave-samninginn sem var felldur í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni, 6. mars 2011.

Hann var sigurreifur í fögnuði á Slippbarnum í gærkvöldi.

„Hér ríkir gleði og ánægja yfir þessu. Nú á þjóðin að gera sér glaðan dag, finnst mér. Mér reiknast til að þetta hafi sparað hverju heimili 800.000 krónur með því að síðasti samningur var felldur. Þetta eru um 80 milljarðar sem hann hefði kostað með tíð og tíma. Áfallin krafa var 46 milljarðar og svo áttu eftir að falla meiri vextir.

Það var búið að meta að þetta yrðu um 80 milljarðar í erlendum gjaldmiðli sem má deila með 100.000 heimilum, og þá koma út 800.000 krónur á heimili. Allir ættu að kætast yfir því. Vonandi verður þetta byrjun á einhverju góðu. Það kemur í ljós að Ísland er í rétti og hefur ekki brotið neina alþjóðlega samninga. Þetta er á forsíðum heimsblaðanna og það skiptir mjög miklu máli.“

 Ákváðu að hefja undirskriftasöfnun

- Segðu mér aðeins frá stofnun Advice. Hvert var tilefnið?

„Upphafið má rekja til þess að við reyndum að fá Indefence-teymið í gang eftir að það hafði unnið gríðarlega mikilvæga baráttu í Icesave II. Mér gekk illa að fá þá af stað. Þeir sögðu „Byrja þú bara” og við sjáum til. Þeir voru eðlilega þá þegar búnir að gera svo mikið í málinu. Þeir fóru ekki af stað og þá ákváðum við að hefja undirskriftasöfnunina á öðrum vettvangi og þar var Samstaða þjóðar í forgöngu í gegnum vefinn kjósum.is.

Síðan þegar kom að því að kynna rökin að þá var Advice stofnað til að halda utan um allan þann pakka og safna peningum til þess að geta auglýst sjónarmiðin. Það er það sem Advice-hópurinn gerði og mætti reglulega og vann mjög mikið í þessu. Þegar Advice-hópurinn var kominn í gang lögðust allir á árar með okkur. Það er mikilvægt að taka það fram og stór hluti af Indefence-hópnum líka.“

- Hvað voru margir í hópnum?

„Hópurinn átti sér opinbera talsmenn en að baki voru miklu fleiri talsmenn.“

Þjóðin getur skorið úr um flókin álitamál 

- Því er haldið fram að þetta sé sigur beins lýðræðis og marki því tímamót í lýðræðissögunni. Ertu sammála?

„Já, mér finnst það renna stoðum undir það að jafnvel í mjög flóknum álitamálum sé þjóðinni treystandi til að taka skynsamlega ákvörðun og geti verið góður varnagli gagnvart þinginu. Það er alls ekki hægt að gefa sér að þingið viti betur en kjósandinn. Það er margt annað sem ég lærði af því að taka þátt í baráttunni, að koma á framfæri sjónarmiðum þeirra sem vildu hafna samningnum. Þá á ég við að þar var ríkisvaldinu kannski beitt fullharkalega á móti grasrótinni. Það þarf að jafna þann leik.“

Við vorum með ríkisstjórnina á móti okkur, töluverðan hluta af fjölmiðlunum og hóp sem vildi að samningarnir yrðu samþykktir og hafði greinilega næga peninga milli handanna. Þannig að þegar ríkisstjórnin sendi bækling um kosningarnar inn á hvert heimili hefðu rök með og á móti hreyfingunum átt að fylgja með, að mínu mati. Við þurftum að smíða tölvukerfi frá grunni til að safna undirskriftum. Við þurftum að byrja á núlli. Þetta er ekki gott, að lýðræðið gangi út á þetta. Það þarf að búa til farveg þannig að þetta verði auðveldara í framkvæmd.“

Var réttlætismál fyrir þjóðina 

- Nú hefurðu beitt þér í skuldamálunum. Þið hafið nú ekki aðeins fundið blóðbragðið heldur hafið þið unnið sigur, fullnaðarsigur. Telurðu að sigur geti líka unnist í þessum stóra málaflokki?

„Já, það var mikið réttlætismál að þjóðin þyrfti ekki að bera skuldir einkabanka, en hún ber enn þá tjónið af efnahagshruninu á óréttlátan hátt. Það á eftir að leiðrétta stökkbreyttar skuldir heimilanna.“

- Nú líður mörgum eins og að þetta mál sé dautt?

„Nei. Þetta mál er ekki dautt. Það er búið að telja fólki trú um að það hafi ekki verið hægt að gera neitt en það er ekki rétt. Það eru margar leiðir til þess. Þær eru ekki endilega sársaukalausar. En það er ekki hægt að gefa réttlætinu frí bara af því að það er erfitt. Það verður samt að láta réttlætið hafa forgang.“

Stjórnvöld hafa gert alltof lítið fyrir skuldara

- Hvernig finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig í skuldamálum heimilanna?

„Ég held að ríkisstjórnin hafi gert alltof lítið. 110%-leiðin leiddi aðeins til niðurfærslu skulda sem fólk gat ekki greitt hvort sem var. Síðan hafa dómstólarnir greitt úr þeim lánum sem voru ólögleg en ríkisstjórnin hefur ekki gert neitt umfram þetta. Það dugar ekki. Til þess að heimilin verði ekki bara í kælikerfi einhverja næstu áratugina þarf að leiðrétta þetta. Það er bæði réttlátt og þjóðhagslega hagkvæmt.“

mbl.is

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

Í gær, 20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

Í gær, 20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

Í gær, 19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

Í gær, 19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

Í gær, 18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

Í gær, 18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

Í gær, 17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

Í gær, 17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

Í gær, 16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

Í gær, 15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

Í gær, 15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

Í gær, 14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

Í gær, 13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

Í gær, 12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

Í gær, 11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

Í gær, 13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

Í gær, 11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

Í gær, 11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Stúdíóíbúð
Litil stúdíóíbúð í kjallara nálægt miðbæ fyrir einstakling. Sameiginlegt bað, þv...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...