Þjóðarsigur

Fjölmenni var á fögnuði sem fulltrúar Indefence- og Advice-hópanna fóru ...
Fjölmenni var á fögnuði sem fulltrúar Indefence- og Advice-hópanna fóru fyrir á Slippbarnum við Reykjavíkurhöfn síðdegis í gær. mbl.is/Kristinn

Einni erfiðustu milliríkjadeilu Íslandssögunnar lauk þegar EFTA-dómstóllinn úrskurðaði Íslandi í vil í Icesave-deilunni í gær. Er hið mikla deilumál, sem kallaði á tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og hatrömm pólitísk átök, því úr sögunni.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri eignastýringar MP banka og einn forsvarsmanna Indefence-hópsins, sagði að þótt niðurstaðan markaði ekki endilega tímamót hvað snerti efnahagshorfur á Íslandi væri ljóst að áhrifin væru jákvæð.

„Það sem mestu máli skiptir er að með sigri Íslands í þessu máli hefur óvissu um skuldbindingar ríkissjóðs verið eytt,“ segir Sigurður og bendir á að bæði AGS og lánshæfismatsfyrirtækin hafi talið „mögulegan kostnað ríkisins vegna Icesave verulegan áhættuþátt fyrir íslenska hagkerfið“.

 Ítarlega er fjallað um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en þar segir meðal annarra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, að allir ættu að fagna á þessari stundu „en ekki leita að sökudólgum“. Og Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður vill að rykið verði dustað af tillögu sem hann flutti á þingi um að rannsókn verði gerð á framgöngu íslenskra stjórnvalda í deilunni. Þau hafi gert allt til að keyra málið í gegn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði af sér sem heilbrigðisráðherra vegna kröfu forsætisráðherra í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »