Rúmlega 5500 félagsmenn í Samfylkingunni tóku þátt í rafrænni kosningu í formannskjöri, en kosningu lauk í gær. Rétt til að kjósa höfðu rúmlega 18.000 félagsmenn og því tók um þriðjungur þátt í kosningunni.
Einnig var hægt að kjósa bréflega og í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að einhver bréfleg atkvæði eiga eftir að berast með pósti.
Úrslit munu liggja fyrir laugardaginn 2. febrúar á landsfundi Samfylkingarinnar í Valsheimilinu Hlíðarenda en kjöri formanns verður lýst rétt fyrir hádegi.
Páll Vilhjálmsson:
Léleg þátttaka í formannskjöri Samfó
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n:
Furðulegt fyrirkomulag formannskjör í fylkingunni
