Enginn hópafsláttur hjá hjúkrunarfræðingum

Frá Landspítalanum.
Frá Landspítalanum. Árni Sæberg

Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í kjaradeilu Landspítalans og hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu, en viðræðum var slitið í gærkvöldi eftir árangurslausan fund. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga spyr hvort stjórnvöld hafi kjark til að taka á kynbundnum launamun opinberra starfsmanna.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að vandinn felist fyrst og fremst í kynbundnum launamun hjá hinu opinbera.

„Bjartsýni hefur ríkt undanfarna daga um að samningar næðust, einkanlega vegna minnisblaðs velferðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra frá því fyrir viku. Í því minnisblaði var í raun viðurkenndur sá kynbundni og ráðuneytabundni launamunur sem fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa bent á að hjúkrunarfræðingar hafi sætt undanfarin ár (og áratugi). Góðu heilli virtist ríkisstjórnin vilja bregðast við og stíga skref í þá átt að eyða þessum launamun,“ skrifar Elsa í pistli á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga undir fyrirsögninni: Hjúkrunarfræðingar veita ekki hópafslátt.

Vonuðust til að verið væri að stíga „alvöru skref“

Í samtali við mbl.is segir hún að þau orð, sem bæði forstjóri spítalans og velferðarráðherra létu falla í kjölfarið, hafi gefið vonir um að verið væri að stíga „alvöru skref“ í átt að lausn deilunnar.

„Stjórnvöld hafa boðið fram tiltekna fjárhæð sem er nokkur hundruð milljónir og það eru vissulega miklir peningar. En þegar henni er skipt á milli þeirra 1.348 hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítalanum, þá er lítið handa hverjum og einum. Það er vandinn sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Elsa.

Hún segir að talsvert meira þurfi að koma til, svo hjúkrunarfræðingar geti fallist á tilboðið og segir að laun þeirra hafi verið borin saman við laun annarra háskólamennaðra stétta sem starfi hjá ríkinu. Til að jafna þann launamun þurfi á milli 1,32 til 1,54 milljarða á ársgrundvelli.

Mikill launamunur

„Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga í september árið 2012 voru 381.466 kr. á mánuði, en meðaldagvinnulaun háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins voru á sama tíma 463.202 og meðalmánaðarlaun viðskipta- og hagfræðinga hjá ríkinu, en þeirra grunnnám er einu ári styttra en nám hjúkrunarfræðinga, eru 476.871. Munurinn á meðaldagvinnulaunum þessara stétta er 95.000 á mánuði.“

Spyr um kjark og þor stjórnvalda

Elsa segir að samanburður hafi líka verið gerður við lögreglumenn. Reyndar sé um að ræða mismunandi menntunarkröfur í þessum tveimur stéttum, en lögreglumenn séu stærsta karlastéttin hjá ríkinu, þeir vinna líka vaktavinnu og þurfa oft að bregðast við óvæntu álagi. „Þeir eru með um 80% af okkar dagvinnulaunum en fara upp í 112% af okkar launum þegar heildarlaun eru skoðuð, það er meðal annars vegna ýmissa aukagreiðslna.“

Í lok pistils síns spyr Elsa: „Hafa stjórnvöld kjark og þor til að taka stórt skref í að jafna kjör þessara stétta?“

Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Elsa B. Friðfinnsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Kjördæmafélag Miðflokksins stofnað

Í gær, 19:08 Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík, Miðflokksfélag Reykjavíkur, verður stofnað á fundi í Rúgbrauðsgerðinni í kvöld.  Meira »

Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal boðin út

Í gær, 19:07 Sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal verður boðin út. Þetta var samþykkt á síðasta fundi borgarráðs, að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Meira »

„Við erum að tala um skelfingu“

Í gær, 18:27 „Það ríkir ógnarástand úti í samfélaginu í dag,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í leiðtogaumræðum á Alþingi.  Meira »

Slökkt í glæðum United Silicon

Í gær, 18:15 Grunur um refsiverða háttsemi; stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Verksmiðjuhús sem risu í engu samræmi við deiliskipulag og teikningar. Lyktarmengun og reykur allt frá fyrstu dögum starfseminnar. Eldur kom ítrekað upp. Stutt saga kísilvers United Silicon í Helguvík er fordæmalaus. Meira »

Vegan er barátta gegn ofbeldi

Í gær, 18:32 „Veganismi er lífsstíll þar sem leitast er við að útiloka og forðast eftir fremsta megni hagnýtingu á og ofbeldi gagnvart dýrum,“ sagði Birkir Steinn Erlingsson sem lifir samkvæmt vegan lífsstílnum. Meira »

„Fullmikil túlkun“ á viðvörunum

Í gær, 18:20 „Þetta er fullmikil túlkun á þessu. Þetta eru tölvupóstar sem mér bárust aldrei enda var ég ekki í þessum samskiptum,“ segir dómsmálaráðherra spurð hvort sérfræðingar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt. Meira »

Stjórnarskráin verði endurskoðuð

Í gær, 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í dag formönnum þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi tillögu að fyrirkomulagi stjórnarskrárvinnu á komandi kjörtímabili. Hún byggist á þeirri framtíðarsýn að núgildandi stjórnarskrá verði endurskoðuð í heild á þessu og næsta kjörtímabili. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu: Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
Sundföt
...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
L edda 6018012319iii
Félagsstarf
? EDDA 6018012319 III Mynd af auglýs...